Marcus Rashford leikmaður Barcelona fær líklega ekki að vera með í fyrstu umferð spænsku deildarinnar en Barcelona nær ekki að skrá leikmenn í hópinn.
Rashford er 27 ára gamall og er á láni hjá Barcelona en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.
Barcelona þarf að losa leikmenn til að geta skráð leikmenn og það eru vandræði hjá félaginu með það.
Rashford er sagður einnig hafa fengið þau skilaboð að hann yrði ekki fyrsti maður sem yrði skráður hjá La Liga.
Félagið ætlar að byrja á að skrá Joan Garcia markvörð félagsins en félagið reynir að skrá Marc Andre Ter Stegen meiddan til að geta skráð nýja leikmenn inn.