Cristiano Ronaldo fór á skeljarnar á dögunum og ætlar sér að giftast Georgina Rodriguez eftir langt og farsælt samband.
Parið hefur verið saman í níu ár og búið saman á Spáni, Ítalíu, Englandi og nú Sádí Arabíu.
Þau kynntust þegar Georgina starfaði í Gucci verslun í Madríd en Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid saman.
Saman eiga þau tvö börn en Ronaldo átti fyrir þrjú börn sem hann átti með staðgöngumóðir í Bandaríkjunum.
Hringurinn sem Georgina fékk er einn sá glæsilegasti og segir Tobias Kormind stjórnarmaður hjá 77 Diamonds að hann kosti líklega um 3,7 milljónir punda.
Hringurinn sé 37 karata og því hafi hann kostað í kringum 615 milljónir króna.