fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Pressan
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 06:30

Líkið fannst í afskekktum dal. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhirðirinn Omar Khan fann nýlega lík í jökli í Supat dalnum í Pakistan. Líkið reyndist vera af manni að nafni Naseeruddin en hans hafði verið saknað síðan 1997.

Líkið fannst 1. ágúst. „Það sem ég sá var ótrúlegt. Líkið var óskaddað og fötin voru ekki einu sinni rifin,“ sagði Omar Khan í samtali við BBC.

Skilríki, sem voru í fatnaðinum, vörpuðu ljósi á af hverjum líkið var.

Lögreglan segir að Naseeruddin hafi horfið í júní 1997 þegar hann lenti í snjóstormi og datt ofan í jökulsprungu.

Hann hafði verið á ferð á hestbaki með bróður sínum þegar slysið átti sér stað.

Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar