fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur ferðamaður segist vera búinn að fá sig fullsaddan af Brasilíu eftir að hafa lent í óhugnanlegri reynslu á bar ásamt vini sínum við Ipanema-ströndina í Rio de Janeiro.

Atvikið átti sér stað síðasta miðvikudagskvöld þegar mennirnir, báðir í sinni fyrstu ferð til landsins, voru á skemmtistað í hverfinu Lapa. Þar hittu þeir þrjár huggulegar konur og endaði það þannig að konurnar buðu þeim í glas. Það sem þeir vissu ekki var að búið var að blanda svefnlyfjum í drykkina.

Annar mannanna, 21 árs verkfræðinemi, segir við brasilíska fjölmiðla að hann hefði aðeins tekið tvo sopa áður en hann missti meðvitund. Þegar hann vaknaði á sjúkrahúsi var búið að hirða um 16.000 pund, eða 2,6 milljónir króna, af kortinu hans.

Þrjár konur handteknar

Á myndbandsupptöku sem birt hefur verið í bresku pressunni má sjá hann skjögra með fram Ipanema-ströndinni áður en hann dettur í sandinn meðvitundarlaus. Vinur hans varð einnig fyrir barðinu á konunum og tapaði einnig umtalsverðu fé.

Í frétt The Sun kemur fram að lögreglan í Rio hafir handtekið þrjár konur vegna málsins: Amanda Couto Deloca (23 ára), Mayara Ketelyn Americo da Silva (26 ára) og Raiane Campos de Oliveira (27 ára). Sú síðastnefnda hefur áður setið af sér sex mánaða fangelsisdóm fyrir sams konar brot og alls verið handtekin 20 sinnum áður.

Konurnar eru sagðar vera starfa sem vændiskonur og munu þær einkum beina spjótum sínum að erlendum ferðamönnum.

Ferðamenn hvattir til að fara varlega

Fram kemur í fréttum brasilískra fjölmiðla, sem Sun vísar til, að ungur maður hafi komið mönnunum til bjargar með því að hringja á sjúkrabíl og hjálpa lögreglu að finna gerendurna. Myndband sem hann tók sýnir konurnar flýja vettvang í leigubíl.

Lögreglan rannsakar nú málið og bíður niðurstöðu eiturefnaprófa til að staðfesta hvaða lyf voru notuð. Lögregla hefur hvatt erlenda ferðamenn í borginni til að vera á varðbergi og neyta einungis drykkja sem blandaðir eru fyrir framan þá.

Svindl af þessu tagi gengur undir nafninu „Goodnight Cinderella” sem er vísun í ævintýrið um Öskubusku. Felur svindlið í sér að blanda deyfandi eða svæfandi efnum í drykk einhvers án vitundar viðkomandi. Er markmiðið jafnan að ræna viðkomandi eða beita kynferðisofbeldi.

Verkfræðineminn ungi segir að hann muni hugsanlega heimsækja Brasilíu aftur einn daginn. „En í bili er ég kominn með nóg af þessu landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Í gær

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans