KR hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deildinni en Michael Akoto hefur gert samning við félagið.
Akoto er fæddur árið 1997 en hann spilaði síðast með AGF í Danmörku sem spilaði í efstu deild á þeim tíma eða frá 2023 til 2025.
Fyrir það var leikmaðurinn hjá Dynamo Dresden og á einnig að baki leiki fyrir varalið Mainz í Þýskalandi.
Akoto gerir samning við KR sem gildir til ársins 2027 og verður líklega hluti af liðinu í næsta leik gegn Fram.
Varnarleikur KR á tímabilinu hefur verið slakur og mun koma Akoto vonandi hjálpa liðinu í fallbaráttunni.