Manchester City hefur fengið tilboð frá tyrknenska félaginu Galatasaray í markvörðinn Ederson.
Þetta kemur fram í tyrknenskum miðlum en miklar líkur eru á að Ederson kveðji enska félagið í sumar.
Allt virðist benda til þess að Ederson sé á förum en hann er 31 árs gamall og hefur spilað með City frá 2017.
City mun fá allt að fimm milljónir evra fyrir markmanninn sem þekkir lítið til Tyrklands og tekur skref þangað í fyrsta sinn.
Ederson á að baki 29 landsleiki fyrir Brasilíu og yfir 270 leiki fyrir City í ensku úrvalsdeildinni.