TNT hefur staðfest ný andlit fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en sjónvarpsstöðin mun sýna frá leikjum deildarinnar.
Það verða margir sérfræðingar til taks en Anita Asante, Jen Beattie og Fara Williams eru á meðal þeirra.
Tvö stór nöfn voru þó einnig kynnt en það eru þeir Gareth Bale og Michail Antonio sem verða sparkspekingar.
Bale hefur lagt skóna á hilluna en hann átti magnaðan feril og lék lengi með Tottenham og Real Madrid.
Antonio er sjálfur að leita sér að nýju félagi en samþykkti að taka að sér starf í sjónvarpi áður en hann finnur sér nýtt heimili.