Það er allt útlit fyrir það að Gianluigi Donnarumma sé á förum frá Paris Saint-Germain en hann er sterklega orðaður við brottför.
Félög á Englandi eru mikið orðuð við ítalska landsliðsmarkvörðinn sem er enn aðeins 26 ára gamall.
PSG hefur staðfest að Donnarumma sé ekki í leikmannahópi félagsins fyrir leik í Ofurbikarnum gegn Tottenham á morgun.
Allt bendir því til þess að markmaðurinn sé að kveðja en hvert hann fer mun koma í ljós á næstunni.
Manchester United og Chelsea eru bæði sögn hafa áhuga á hans þjónustu.