fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 06:29

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld hafa hert reglur um skotvopnaeign í kjölfar mikils þrýsting frá mörgum aðilum í kjölfar skelfilegra mála.

Samkvæmt nýju reglunum verður fólki, sem á sér sögu um ofbeldisverk eða heimilisofbeldi, óheimilt að eiga skotvopn.

The Independent skýrir frá þessu og segir að reglurnar séu tilkomnar vegna þrýsting frá dánardómsstjórum og baráttufólki fyrir hertum reglum. Það eru voðaverk, sem áttu sér stað í Woodmancote í Sussex og Keyham, sem voru kveikjan að baráttunni fyrir hertum reglum.

Samkvæmt nýju reglunum verða lögreglumenn að yfirheyra maka og aðra sem búa á sama stað og sá sem sækir um skotvopnaleyfi.

Markmiðið með þessu er að reyna að koma auga á merki um heimilisofbeldi eða annað sem gerir að verkum að umsækjandinn teljist óhæfur til að eiga skotvopn. Lögreglan verður einnig að gera ítarlegar kannanir til að tryggja að þeir sem eru á skrá fyrir ofbeldisverk, fái ekki skotvopnaleyfi.

Eins og fyrr sagði, þá er þetta gert vegna skelfilegra mála. Annað átti sér stað í Keyham í ágúst 2021. Þá skaut Jake Davidson, sem átti skotvopn þrátt fyrir að eiga sér sögu um fjölda ofbeldisverka, móður sína og fjóra aðra til bana, þar á meðal þriggja ára stúlku, í átta mínútna langri skotárás. Hann tók að lokum eigið líf.

Hitt málið varðar Robert Needham, sem skaut unnustu sína, Kelly Fitzgibbons og dætur þeirra, Ava og Lexi, til bana á heimili þeirra í Woodmancote 2020. Hann fékk skotvopnaleyfi þrátt fyrir að hafa játað að hafa leynt upplýsingum um þunglyndi hans og stress.

Samkvæmt nýju reglunum munu sannanir um óheiðarleika, þar á meðal að hafa leynt sjúkrasögu, einnig vinna gegn umsækjendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“