BBC skýrir frá þessu og segir að hvíti bóndinn Zachariah Johannes Olivier sé grunaður um að hafa myrt tvær svartar konur, hina 45 ára Maria Makgato, og hina 34 ára Lucia Ndlovu, og að hafa látið svín éta lík þeirra.
Málið hefur verið eins og eldiviður á bálið varðandi deilur á milli kynþátta í landinu.
Oliver er sagður hafa skotið konurnar þegar þær voru að leita sér að mat. Síðan er hann sagður hafa kastað líkum þeirra fyrir svín á bóndabæ nærri bænum Polokwane.
Þrír menn eru ákærðir fyrir morðin en einn þeirra, Adrian de Wet, hefur ákveðið að bera vitni gegn Olivier, sem var yfirmaður hans.
De Wet segir að Olivier hafi neytt hann til að fóðra svínin með líkum kvennanna. Þetta hafi hann gert til að reyna að leyna sönnunargögnum. Ef kviðdómurinn trúir frásögn hans, þá verður fallið frá ákærunni á hendur honum.