Það er óhætt að segja að KR hafi unnið mikilvægan sigur í Bestu deild karla í kvöld en liðið mætti Aftureldingu.
KR hefur verið í fallbaráttu í sumar og lenti undir gegn Mosfellingum á nýjum heimavelli sínum í kvöld.
KR sneri leiknum þó sér í vil og vann 2-1 sigur en Aron Sigurðarson og Eiður Gauti Snæbjörnsson gerðu mörkin.
Það var mikið fjör í hinum leiknum sem hófst á sama tíma en FH vann þar lið ÍA með þremur mörkum gegn tveimur.
Það var hiti og spenna í þeim leik en Sigurður Bjartur Hallsson tryggði FH sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Fyrir það hafði FH klúðrað tveimur vítaspyrnum og þá fengu bæði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og Dean Martin, þjálfari ÍA, rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir átök á hliðarlínunni.