fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 08:30

Alicia var á bakpokaferðalagi þegar slysið varð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alicia Kemp, 25 ára, á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm eftir að hafa játað að hafa valdið dauða tveggja barna föður í Perth í Ástralíu 31. maí síðastliðinn.

Alicia, sem var í bakpokaferðalagi, var undir áhrifum áfengis þegar hún leigði rafskútu og ók henni um götur miðborgarinnar með vinkonu sína standandi fyrir aftan sig. Rafskútunni var ekið aftan á 51 árs gamlan karlmann sem féll harkalega og skall með höfuðið í gangstétt. Hann lést nokkrum dögum síðar af völdum heilablæðingar.

Samkvæmt frétt BBC höfðu Alicia og vinkona hennar setið að drykkju á bar fyrr um daginn, en þeim var vísað á dyr vegna ölvunar. Talið er að skútan hafi verið á 20–25 km hraða þegar slysið varð. Vinkona Aliciu slasaðist einnig mikið; hún hlaut höfuðkúpubrot og nefbrot, þó ekki lífshættuleg meiðsl.

Slysið vakti mikla athygli í áströlskum fjölmiðlum og varð til þess að yfirvöld í Perth ákváðu að stöðva starfsemi rafskútuleigufyrirtækja um óákveðinn tíma.

Alicia kom fyrir dóm í gærmorgun og játaði sök. Hámarksrefsing fyrir brotið er 20 ára fangelsi, og verða réttarhöld í málinu í október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Í gær

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“