Það stefnir allt í að Jack Grealish sé á leið til Everton en hann mun gera lánssamning við félagið.
Margir enskir fjölmiðlar greina frá og einnig blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er vissulega ítalskur.
Grealish virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá City en Everton getur ekki keypt leikmanninn og þarf því að fá hann á lánssamningi.
Grealish er 29 ára gamall í dag en hann byrjaði aðeins sjö leiki á síðasta tímabili og skoraði eitt mark í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur sjálfur áhuga á að færa sig um set og verða skiptin staðfest á næstu 24 tímum.