Florian Wirtz hefur verið valinn fótboltamaður ársins í Þýskalandi og hefur betur gegn mörgum stjörnum í Bundesligunni.
Wirtz sem átti flott tímabil með Bayer Leverkusen er nú farinn til Englands og hefur skrifað undir samning við Liverpool.
Athygli vekur er að Harry Kane komst ekki á pall en hann skoraði 41 mark í vetur og þá 26 í deild fyrir Bayern Munchen.
Margir skilja ekki þetta val en Michael Olise hjá Bayern var í öðru sæti og Nick Woltemade hjá Stuttgart var í því þriðja.
Það voru íþróttablaðamenn í Þýskalandi sem sáu um að velja þann besta en Wirtz fékk 191 atkvæði gegn 81 frá Olise sem endaði í öðru sæti.
Alls tóku 633 blaðamenn þátt í þessari könnun en almenningur furðar sig á því að Kane hafi ekki endað ofar en í fimmta sæti.