Darwin Nunez hefur yfirgefið lið Liverpool og er búinn að krota undir samning við Al Hilal í Sádi Arabíu.
Nunez spilaði með Liverpool í um þrjú ár en stóðst ekki beint væntingar eftir komu frá Benfica.
Hann hefur nú þakkað stuðningsmönnum og félaginu fyrir tíma sinn þar og ber alls ekki slæmar tilfinningar til Liverpool.
,,Takk fyrir, Liverpool. Eftir þrjú ár er kominn tími til að kveðja og þessa minningar munu fylgja mér alla eilífð,“ sagði Nunez.
,,Ég yfirgef félagið með stolt í hjarta vegna stuðningsmanna sem hafa aldrei brugðist mér og hafa staðið með mér í gegnum góða og slæma tíma.“
,,Liverpool verður alltaf hluti af því sem ég er í dag, ég sakna ykkar meira en orð geta útskýrt. Ég vil þakka ykkur öllum og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.“