Arne Slot hefur útskýrt af hverju Ryan Gravenberch var hvergi sjáanlegur í gær í leik Liverpool við Crystal Palace.
Það vakti athygli margra að Gravenberch væri hvergi sjáanlegur en Liverpool tapaði í Samfélagsskildinum eftir vítakeppni.
Ástæðan er sú að Gravenberch var að eignast sitt fyrsta barn og var ásamt eiginkonu sinni á spítala í Liverpool.
,,Ryan Gravenberch varð pabbi í gærkvöldi. Augljóslega þá viltu nota þitt besta lið í hverjum leik,“ sagði Slot.
,,Við vitum hvað það er erfitt að mæta Palace, þeir unnu Aston Villa í undanúrslitum bikarsins og Manchester City í úrslitum.“