Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hvetur félagið til að kaupa inn varnarmann í sumar áður en glugginn lokar.
Það er vegna meiðsla Levi Colwill en hann sleit krossband og verður frá í marga mánuði.
Talað er um í enskum miðlum að Chelsea ætli ekki að styrkja vörnina en Maresca er vongóður um að fá styrkingu.
,,Það á að vera í forgangi hjá félaginu að fá inn varnarmann að mínu mati,“ sagði Maresca.
,,Levi er frábær leikmaður og það sem við afrekuðum síðasta vetur er vegna hans. Hann spilaði marga leiki undir minni stjórn og ég elska hann.“
,,Við munum sakna hans gríðarlega en við erum einnig að skoða aðrar lausnir.“