fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

Pressan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 07:00

Börnin leituðu skjóls í einni af þessum skólastofum. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnuð tveimur eldhúshnífum og þremur rakvélablöðum var 16 ára sænsk stúlka aðeins nokkrum sekúndum frá því að hrinda áætlun sinni um að myrða ung skólabörn í framkvæmd.

Með hníf í hvorri hönd stóð hún fyrir framan fimmtán 7 ára börn og tvo kennara. Kennurunum tókst sem betur fer að stöðva hana.

Expressen skýrir frá þessu og segir að þetta hafi átt sér stað í lok maí í Fagerslättsskolan í bænum Nybro.

Það var um klukkan 9.30 sem stúlkan gekk inn í skólann með hnífa í höndunum. Hún hafði áður verið nemandi í skólanum.

Rétt eftir að hún kom inn í skólann rakst hún á fyrrnefndan hóp barna á ganginum. Þau voru á leið í frímínútur.

„Börnin sögðu henni að hún hræddi þau og kennarinn bað hana um leggja hnífana frá sér af því að börnin væru hrædd. Þá svaraði stúlkan: „Það er það sem þetta snýst allt saman um,““ sagði Nina Erlandsson, saksóknari, í samtali við Barometern.

Annar kennarinn, kona, kastaði sér á stúlkuna og tókst að slá hana í gólfið.

Erlandsson sagði að þetta hefði verið lífsbjargandi því á meðan hefði hinum kennaranum tekist að koma börnunum inn í skólastofu.

Kennarinn náði að halda stúlkunni niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hana.

Fyrir dómi kom fram að þegar hún var handtekin hafi hún sagt lögreglunni að hún hafi ætlað að myrða börnin af því að hún var reið og döpur þegar hún stundaði nám í skólanum. Lögreglan fann einnig skrifaðan texta frá henni sem studdi þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron