Healtline skýrir frá þessu og segir að þegar við sofum á maganum, þá fari það illa með hnakkann því við þurfum að sveigja höfuðið til hliðar til að geta andað. Þá endar hnakkinn í óeðlilegri stöðu sem getur valdið spennu og verkjum.
Þetta veldur einnig álagi á hryggjarsúluna og getur með tímanum valdið krónískum bakverkjum.
Þessi svefnstelling veldur einnig álagi á vöðva og liði sem getur síðan truflað blóðflæðið.
Margir vakna því ómeðvitað ítrekað til að skipta um stellingu og það dregur auðvitað úr svefngæðunum.
Þegar bringan þrýstist niður í dýnuna, verður erfiðara fyrir lungun að þenjast alveg út og það getur valdið yfirborðskenndri öndun sem getur haft neikvæð áhrif á endurhleðslu líkamans.