fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

433
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabinho hefur tjáð sig um erfiða brottför frá Liverpool en hann var keyptur til Al Ittihad í Sádi Arabíu fyrir tveimur árum.

Fabinho var mikilvægur hlekkur í liði Liverpool í nokkur ár og var ekki að leitast eftir því að yfirgefa félagið.

Það var Liverpool sem ákvað að losa leikmanninn en Brassinn bjóst sjálfur ekki við því að vera til sölu í glugganum.

,,Ég vildi ekki yfirgefa félagið og semja við annað lið í Evrópu. Þetta var besti staður í heimi til að spila á,“ sagði Fabinho.

,,Ég viðurkenni að síðasta tímabil mitt þar var erfitt og það var mjög þreytandi. Við gerðum ekki vel og náðum ekki Meistaradeildarsæti. Ég missti byrjunarliðssæti mitt í nokkrum leikjum en það gerist.“

,,Liverpool fékk tilboð sem það taldi vera gott fyrir mig og þá. Ég var hræddur og ákvað að ræða við þjálfarateymið. Ég hélt ég væri mikilvægur leikmaður og að þeir myndu hafna öllum tilboðum en ég áttaði mig síðar á því að ég væri til sölu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar

Hefur rætt við stjórann og vill komast burt í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk frábærar móttökur á Old Trafford – Sjáðu myndbandið

Fékk frábærar móttökur á Old Trafford – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“

Fékk óhugnanlegt símtal á versta tíma: Heyrði pabba sinn grátbiðja um hjálp – ,,Ég var nálægt því að æla“
433Sport
Í gær

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim

Leikmenn United skilja ákvörðun Amorim