Arne Slot, stjóri Liverpool, viðurkennir að hans menn séu sigurstranglegir í ensku úrvalsdeildinni fyrir komandi tímabil.
Liverpool vann mótið í vetur og hefur styrkt sig gríðarlega á markaðnum í sumar og eytt um 300 milljónum punda.
Slot segir að eyðsla liðsins geri liðið ekki að því sigurstranglegasta heldur það að þeir hafi unnið titilinn í vetur.
,,Ef þú vannst mótið á síðasta tímabili þá er nokkuð eðlilegt að þú sért eitt af sigurstranglegri liðunum fyrir þetta tímabil,“ sagði Slot.
,,Það ætti ekki að snúast um hvað við höfum borgað fyrir leikmenn því veltan okkar miðað við önnur lið er góð, ef þú horfir á síðustu tvö tímabil.“
,,Það er mjög eðlilegt að við séum eitt af sigurstranglegri liðunum því við vorum að vinna titilinn og höfum fengið inn góða leikmenn eins og önnur lið hafa líka gert.“
,,Ef við erum sigurstranglegastir því við höfum eytt nokkuð miklu í leikmenn þá væri það skrítið.“