Það er víst lygi að Bayern Munchen hafi sett sig í samband við sóknarmanninn Nicolas Jackson sem spilar með Chelsea.
Þetta hefur stjórnarformaður Bayern, Max Eberl, staðfest en Jackson er líklega að fara frá enska félaginu í sumar.
Florian Plettenberg greindi frá því að Bayern hafi spurst fyrir um Jackson en Eberl harðneitar þeim sögusögnum.
,,Alls ekki, ég hef aldrei rætt við hann. Það eru fjórar vikur í mótið svo við sjáum hvað gerist á næstu vikum,“ sagði Eberl.
Newcastle er einnig að sýna Jackson áhuga en hann er verðmetinn á um 56 milljónir punda.