Galdur Guðmundsson er genginn í raðir KR og skrifar undir langtímasamning.
Galdur fór ungur að árum frá Breiðabliki til FC Kaupmannahafnar, þaðan sem hann fór til Horsens snemma á þessu ári.
Nú er þessi 19 ára gamli leikmaður kominn í KR, sem er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni.
Tilkynning KR
Galdur Guðmundsson (2006) hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2029! Galdur hefur spilað 10 meistaraflokksleiki á Íslandi og skorað í þeim 2 mörk.
Síðustu þrjú ár hefur hann spilað með unglingaliði FCK og nú síðast aðalliði AC Horsens. Þá hefur Galdur spilað 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands!
Við hlökkum mikið til að sjá Galdur á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!