fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

433
Föstudaginn 8. ágúst 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Flemming, fyrrverandi knattspyrnumaður hjá Breiðablik og íbúi í Kaupmannahöfn, segir að það hafi verið gaman að hitta vinnufélaga sína í morgun eftir stórsigur Víkings gegn Bröndby í Sambandsdeildinni í gærkvöld. Víkingur vann leikinn 3:0 en ólæti stuðningsmanna Bröndby eftir leik hafa vakið mikla athygli. Veittust þeir að íslenskum stuðningsmönnum í Víkinni og unnu þar skemmdarverk, meðal annars á stúku og ferðasalernum. Einnig létu þeir mjög ófriðlega á veitingastaðnum Ölver í Glæsibæ.

Þorvaldur ræddi um þetta á Bylgjunni í morgun. Segir hann að meira hafi verið fjallað um þennan leik en aðra leiki sem dönsku liðum spiluðu á Evrópumótunum í gærkvöld, ekki síst vegna hins óvænta taps danska stórliðsins gegn Víkingum. Segir Þorvaldur að fyrirsagnir á borð við „Biðu afhroð“ og „Algjör niðurlæging“ hafi birst í dönskum fjölmiðlum.

„Ég hlakkaði mikið til að koma í vinnuna það eru nokkrir sem eru Bröndby áhangendur af samstarfsmönnum mínum, þannig að það var gaman að stoppa við á skrifborðinu hjá þeim og tala um leikinn. Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín, en skömmuðust sín líka fyrir þessa áhangendur sem voru með þessi læti þarna á Íslandi. En þetta er svo sem alveg þekkt bæði með Bröndby og FC Kaupmannahöfn, sem eru stórlið hérna í Kaupmannahöfn, það eru mikil læti hjá þessum áhangendum og sérstaklega þegar þessi tvö lið mætast. Það kemur ekkert á óvart að það voru læti þarna á Íslandi en ég veit að Bröndby, þeir reyndu að selja ekki þessum verstu allavega miða á þennan leik,“ segir Þorvaldur.

Hann segir að Bröndby hafi oft lent í því að þurfa að leika án áhorfenda vegna óláta stuðningsmanna. „Þegar þessir stóru leikir eru í gangi, sérstaklega á milli Bröndby og FC Kaupmannahafnar, þá eru hundruð eða þúsundir lögreglumanna sem þurfa að vera á vaktinni  og fylgja þeim og passa að halda þeim aðskildum. Þannig að þetta er svolítið mikið mál.“

Segir Þorvaldur að mikið sé gert til að halda erfiðum stuðningsmönnum í skefjum en það sé ekki auðvelt verkefni.

Stuðningsmenn Víkings gæti sín

Þorvaldur segir að það sé óþolandi fyrir danska stórliðið að tapa gegn litla Íslandi. „Það er náttúrulega óþolandi fyrir þá og menn fóru strax í gærkvöldi að tala um þjálfarann hjá Bröndby, hvort ætti að reka hann, ýjað að því að ef þeir vinni ekki samanalgt gegn Víkingi þá verði hann að öllum líkindum látinn taka pokann sinn.“

Þorvaldur var spurður hvort búast megi við því að aftur sjóði upp úr í síðari leik liðanna sem er í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Bröndby þarf þá að vinna upp þriggja marka forskot Víkinga, annars er liðið úr leik í keppninni. Hann segist ekki eiga sérstaklega von á því enda séu fótboltaleikir í hverri viku á leikvangi Bröndby og það séu ekki alltaf fréttir í fjölmiðlum af ólátum. Hins vegar:

„Stuðningsmenn Víkings verða að passa sig og það verður örugglega eitthvað gert til að halda þeim frá þessum harðasta stuðningsmannakjarna. Eftir leik verður lögreglan að passa að þeim lendi ekki saman, þetta getur verið svolítið svæsið. En auðvitað eiga Víkingar að koma út og styðja sína menn. Ég á samt ekki von á að það verði eitthvað sérstakt þar, það er fótboltaleikur í hveri vik og þetta er ekki í fjölmiðlum í hverri viku.“

Þorvaldur segir ennfremur:

„En aðalmálið og aðalsagan hér er að þetta var bara algjör niðurlæging og Bröndby gat ekki neitt og Víkingur vel að sigrinum komnir og voru miklu betri. Ég vona bara að þeir vinni líka þegar þeir koma út og loki þessu.“

Viðtalið má heyra hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR