fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Pressan
Föstudaginn 8. ágúst 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska hlaupadrottninginn og Ólympíuverðlaunahafinn Sha’Carri Richardson var handtekin fyrir skemmstu á Seattle-Tacoma alþjóðaflugvellinum eftir að hún réðist að kærasta sínum, hlauparanum Christian Coleman.

Nú hefur Daily Mail birt myndband af atvikinu en á því má sjá þegar Richardson ýtir Coleman ítrekað og nokkuð kröftuglega – þar á meðal upp að vegg í eitt skiptið. Þá virðist hún kasta einhverju í Coleman, sennilega heyrnartólunum sínum, áður en hún gengur burt. Loks má sjá upptöku af því þegar Coleman sést ræða við lögreglumenn á flugvellinum.

Að sögn lögreglu sagði Richardson að rifrildi milli þeirra hefðu byrjað þegar Coleman tók af henni heyrnartól. Sagði hún að aðeins hefði verið um rifrildi að ræða en ekki líkamleg átök.

Svo fór þó að lokum að Richardson var handtekin og kærð fyrir líkamsárás og var hún í haldi lögreglu í 18 klukkustundir þar til henni var sleppt.

Coleman tjáði sig um málið í vikunni og gerði lítið úr atvikinu. „Þetta var leiðinleg uppákoma,“ sagði hann og bætti við að hann væri þeirrar skoðunar að óþarfi hafi verið að handtaka Richardson vegna málsins. Sagði hann að Richardson hefði verið undir miklu álagi á árinu og hún væri mannleg eftir allt saman.

Richardson fékk silfurverðlaun í 100 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra og var svo í sigurliði Bandaríkjanna í 4×100 metra boðhlaupi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur