Stuðningsmenn danska stórliðsins Bröndby urðu sér til skammar og létu öllum illum látum á leik gegn Víkingi í Fossvoginum í gærkvöldi.
Víkingur vann ansi óvæntan 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Danirnir tóku tapinu vægast sagt illa og gengu þeir til að mynda í skrokk á einhverjum íslenskum stuðningsmönnum undir lok leiks.
Þá veltu stuðningsmenn Bröndby við útikamri á leið sinni af vellinum og þurfti lögreglan að hafa sig alla við að koma þeim út af svæðinu, til að mynda með því að beita því sem virtist vera piparúrði.
Stuðningsmenn Víkings og aðrir íslenskir gestir þurftu, samkvæmt fyrirmælum lögreglu, þá að bíða dágóða stund eftir að komast af vellinum, til að forða þeim frá því að mæta þeim dönsku þegar út var komið.
Myndband af átökum lögreglu við dönsku stuðningsmennina má sjá hér að neðan. Liðin mætast að nýju í Kaupmannahöfn næstkomandi fimmtudag.