fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

Pressan
Föstudaginn 8. ágúst 2025 03:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem var dáinn í sjö mínútur, lýsti því nýlega sem hann „sá hinum megin“. Maðurinn, sem er doktor í stjarneðlisfræði, segist ekki hafa verið hræddur við að deyja en hafi hins vegar verið hræddur við það sem gerist á undan.

Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús í mars á síðasta ári vegna öndunarörðugleika. Í ljós kom að hann var með lungnablæðingu og ekki leið á löngu þar til hann fékk hjartastopp.

„Það tók lækna sjö mínútur að koma hjartanu í gang á nýjan leik. Á meðan fékk ég heilablóðfall vegna súrefnisskorts til heilans. Ég vaknaði upp, í öndunarvél og var með skerta meðvitund í tvo daga, en komst síðan til fullrar meðvitundar og spurði: „Hvað gerðist?“ Það er erfitt að tengja innra tímaskynið við það sem var að gerast utan við líkamann en ég skil þetta að vissu leyti.“

Hann segir að það sem hann upplifði á þessum sjö mínútum, sem hann var dáinn, hafi dregið úr áhyggjum hans varðandi dauðann: „Ég er ekki hræddur við að deyja, ekki vitund. Hræddur við það sem gerist áður, það er ég, en náttúran gerir það að deyja auðvelt.“

„Ég sá þrjá sporöskjulaga sporbauga í röð, einn í einu, sem svifu bara um í tóminu. Sporbaugarnir voru allir uppréttir, eins og þeim væri stjórnað með streng (en það var ekki þannig) og þeir voru allir á þykkt við hring. Á innra og ytra yfirborði fyrsta sporbaugsins sá ég fjöll, ár, skóga og ský.“

Hann segir að þetta hafi verið fallegt í fyrstu en síðan hafi sporbaugurinn byrjað að  dofna og fengið á sig gulleitt yfirbragð. Hann hafi síðan horfið og annar komið í staðinn sem hafi verið heitur járnhringur og hafi járn hægt og rólega losnað úr honum. Hann segist hafa fundið lyktina af járni en hafi síðar áttað sig á að blóð geti einnig valdið slíkri lykt og það þykir honum benda til að þarna hafi blandast saman lyktin í sjúkrastofunni og ofskynjanirnar.

„Ég skil þetta núna eins og þetta hafi verið þegar ég var í hjartastoppi. Skyndilega breyttist sviðsmyndin og við tók þriðji sporbaugurinn sem var þakinn fallegum skýjum sem voru ljósbleik og blá, eins og fallegasta sólsetur eða sólarupprás. Ég held að það hafi verið þarna sem hjartað mitt fór að slá á nýjan leik. Þegar ég komst til meðvitundar, voru þessir þrír sporbaugar skýrir í huga mér. Þegar mér var sagt frá hjartastoppinu og heilablóðfallinu, þá fór ég að skilja þetta,“ skrifar maðurinn á Reddit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Í gær

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu