Mikil sorg er í ítalska knattspyrnuheiminum um þessar mundir eftir bílslys sem varð í norðurhluta landsins í gær.
Danilo Boz, Fabio Rosa og Andrea Zoccoletto, leikmenn neðri deildarliðs Calcio Maniago Vajont, voru á leið heim af æfingu þegar bíll þeirra skall saman við annan bíl í göngum á leiðinni.
Boz og Rosa létust báðir en var Zoccoletto fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Eldri kona keyrði hina bifreiðina og var hún sömuleiðis flutt á sjúkrahús.
Sem fyrr segir er ítalska knattspyrnusamfélagið harmi slegið vegna slyssins og hefur samúðarkveðjum rignt inn.