fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Pressan

Þriggja ára lifði af fall frá átjándu hæð

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 03:44

Myndin tengisti fréttinni ekki beint. Mynd/Solarpix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára kínverskur drengur lifði af fall af átjándu hæð fjölbýlishúss í Zhejiang í Hangzhou-héraðinu um miðjan júlí.

Drengurinn var í pössun hjá afa sínum og ömmu þegar þetta gerðist. Um miðjan daginn héldu þau að hann væri sofandi og brugðu sér frá til að versla í matinn. Þau læstu útidyrunum til að tryggja að drengurinn færi ekki neitt að sögn Jimu News.

En drengurinn vaknaði á meðan þau voru í burtu og fór inn á baðherbergi og klifraði upp á klósettið og út um ólæstan glugga og hrapaði til jarðar.

Íbúi fjölbýlishússins kom að drengnum liggjandi á jörðinni og tók mynd af honum og birti í samfélagsmiðlahópi fjölbýlishússins. Þá áttaði faðir drengsins sig á að sonur hans hafði dottið út um glugga.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýna þegar drengurinn datt út um baðherbergisgluggann og stefndi til jarðar. Það varð honum til happs á niðurleiðinni að hann lenti á trjágreinum og síðan í runna á jörðu niðri.

Hann var strax fluttur á sjúkrahús. Hann handleggsbrotnaði, tognaði í baki og innri líffæri sködduðust en höfuð hans slapp alveg án áverka og hann missti aldrei meðvitund. Skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahúsið bað hann lækna um að „biðja pabba að kaupa Bumblebee“ leikfang fyrir sig. Kínverskir ríkisfjölmiðlar segja að drengurinn sé á batavegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Í gær

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur