fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Pressan

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Pressan
Laugardaginn 9. ágúst 2025 16:30

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því einu að hugsa sig aðeins um og um leið búa yfir nauðsynlegri þekkingu, þá þarf ekki mikið til að ná að léttast eins mikið og maður vill.

Það eru til ákveðin matvæli sem hraða þyngdar- og fitutapi og það eru líka til matvæli sem vinna gegn þessu.

Formúlan fyrir að léttast er svo sem sáraeinföld – maður þarf einfaldlega að innbyrða færri hitaeiningar en maður brennir.

En þrátt fyrir að formúlan sé svo sem ekki flókin, þá er nú ekki alltaf einfalt að fylgja henni og ná árangri. Því er ekki úr vegi að grafa aðeins dýpra og skoða þau matvæli sem geta stuðlað að þyngdar- og fitutapi og um leið er gott að vita hvaða matvæli vinna gegn þessu.

Líkamsræktartímaritið Boxrox birti lista yfir matvæli sem eru annað hvort góð fyrir þyngdar- og fitutap eða vinna gegn því.

Sem betur fer er „plúslistinn“ lengri og þar má finna eitt og annað óvænt.

Magrar prótínuppsprettur – Kjúklingabringa, egg, kalkúnn og fiskur eru góð uppspretta næringar ef maður vill léttast. Aðalástæðan er að þessi matvæli auka mettunartilfinninguna með minnsta mögulega álagi á hinn sameinaða hitaeiningareikning. Rannsóknir benda einnig til að mikil prótínneysla auki efnaskiptahraða líkamans.

Grænt te – Græn te inniheldur koffín og andoxunarefni sem auka geta líkamans til framleiða hita með því að brenna hitaeiningum. Rannsóknir benda til að andoxunarefni úr grænu tei leggi mikið af mörkum við þyngdartap og fitubrennslu þegar þess er neytt í tengslum við hitaeiningastýrt mataræði.

Chilipipar – Chilipipar er sterkt kryddgrænmeti frá Suður-Ameríku og Mexíkó. Það er til í mörgum mismunandi formum, litum og er misjafnt að styrkleika. En það á það sameiginlegt að virka efnið í því er capsicin en það hefur verið sýnt fram á að það eykur orkunotkun og fitubrennslu. Rannsóknir sýna að neysla á capsaicin bætir efnaskiptin og dregur úr matarlystinni.

Gróft korn – Matvæli úr grófu korni, til dæmis brún hrísgrjón, rúgbrauð og grófvalsað haframjöl, ýta undir fitutap með því að bæta meltinguna og gefa betri viðvarandi orku. Ef maður skiptir yfir í að borða nær eingöngu gróft korn, eykur maður efnaskiptahraðann og bætir hitaeiningabrennsluna.

Grænt blaðkál – Spínat, grænkál, rauðbeður og klettasalat innihalda fáar hitaeiningar en mikið af trefjum. Þetta gerir að verkum að mettunartilfinningin varir lengur.

Hnetur og fræ – Möndlur, valhnetur, hörfræ og síafræ eru hlaðin hollum fitum, trefjum og prótínum sem leggja sitt af mörkum við þyngdartap. Rannsóknir hafa sýnt að möndlur ýta undir þyngdartap vegna þess hversu góðar þær eru að draga úr matarlystinni og hafa góð áhrif á efnaskiptin.

Grísk jógúrt og skyr – Báðar þessar mjólkurvörur eru fullar af prótíni og mjólkursýrubakteríum sem hjálpa meltingunni og auka mettunartilfinninguna. Neysla mjólkurafurða, sérstaklega jógúrt, ýtir undir þyngdartap og er auk þess góð kalkuppspretta.

Feitur fiskur – Lax, makríll og sardínur innihalda ómega-3 fitusýrur sem eru taldar auka fitubrennslu. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að lýsisneysla getur dregið úr líkunum á að fólk fái hjarta- og æðasjúkdóma.

Baunir og linsur – Baunir, linsur og kjúklingabaunir eru hlaðnar prótíni og trefjum sem veita góða mettunartilfinningu og hjálpa til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Þessi holli, fitusnauði og prótínríki matur inniheldur einnig mikið af hollum næringarefnum, mikið af trefjum og steinefnum á borð við járn og magnesíum.

Þessi matvæli vinna gegn þyngdartapi

Sykraðir drykkir – Það kemur örugglega engum á óvart að sykraðir drykkir á borð við gosdrykki og orkudrykki hafa neikvæð áhrif á þyngdina og hitaeininganbúskapinn. Í stuttu máli sagt innbyrðir maður margar hitaeiningar án þess að finna fyrir mikilli eða langvarandi mettunartilfinningu.

Unnin matvæli – Unnin matvæli innihalda oft viðbætt hveiti, sykur, salt, fitu og e-númer og gera þyngdinni ekkert gott.

Transfita – Transfitusýrur eru tegund af fitusýrum sem eru mjög óhollar. Ef maður borðar mikið af þeim, á maður á hættu að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma. Transfita er í mörgum tilbúnum réttum, skyndibitafæði og nasli.

Áfengi – Áfengi inniheldur margar hitaeiningar og það getur haft neikvæð áhrif á getu líkamans til að brenna fitu. Þegar líkaminn brennir alkóhóli, þá tekur hann það fram fyrir fitubrennslu og það viljum við nú ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur