fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Þetta eru mistökin sem margir gera þegar þeir þvo handklæði

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 18:30

Þessi hljóta að hafa verið þvegin á réttan hátt. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að þrifum og hreinlæti, þá er mikilvægt að velja rétta þvottaprógrammið fyrir það sem er sett í þvottavélina. Það tryggir að hreinlætið er í hávegum haft og skiptir einnig máli varðandi útlit og endingu.

Það er mismunandi við hvaða hitastig má til dæmis þvo fatnað, handklæði og tuskur. Margir vanmeta mikilvægi þess að velja rétta hitastigið og rétta þvottaprógrammið.

Þvottavélar nútímans eru með hin ýmsu þvottaprógrömm sem eru hönnuð til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hinna ýmsu efna. En margir þekkja ekki þessi mismunandi möguleika og eiga því á hættu að velja ekki viðeigandi prógramm og þar með verður þvotturinn ekki eins góður að sögn Greenvibe.

Segir miðillinn að ef þvotturinn lykti illa eftir þvott, þá sé fullt tilefni til að skoða málið vel. Hugsanlega hafi þú notað prógramm með lágum hita. Þau spara oft nokkrar krónur í vatns- og rafmagnskostnað en duga ekki alltaf til að gera út af við allar bakteríurnar. Þetta vandamál kemur sérstaklega upp í tengslum við mjög rakadræg efni, til dæmis handklæði.

Handklæði eru meðal þeirra efna sem hafa mesta tilhneigingu til að safna bakteríum og ýmsum óværum í sig, það er auðvitað vegna þess hvaða hlutverki þau gegna.

Hvað varðar þvott á handklæðum þá segir miðillinn að það mikilvægasta sé að blanda þeim ekki saman við annan þvott, þar á meðal fatnað.

Hvað varðar þvottaefni, þá er mikilvægt að velja milda en um leið áhrifaríka tegund sem getur hreinsað handklæðin án þess að skemma þau.

Margir gera síðan þau mistök að þvo handklæðin á lægri hita en 60 gráðum.

Ef þau eru þvegin á 30 eða 40 gráðum, sleppa margar bakteríur lifandi í gegnum þvottinn. Það getur síðan valdið slæmri lykt og jafnvel húðvandamálum, sérstaklega ef handklæðin eru notuð daglega.

Þvottur við 60 gráður tryggir að bakteríur, húðfrumur og annað, hverfur úr handklæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Í gær

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla