fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 16:30

Vatnsmelónur eru bráðhollar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum örugglega flest lent í því að standa með kalda og safaríka vatnsmelónu í höndinni, tilbúin til að njóta þessa frískandi ávaxtar en þá munum við eftir steinunum í henni. Þessir litlu svörtu steinar sem eyðileggja svolítið nautnina við að borða melónuna. Sumir hafa líka kannski heyrt hryllingssögur í æsku um að ef maður borði steinana, þá vaxi vatnsmelónur í maganum.

Það er best að byrja á að aflífa þá mýtu – þú breytist ekki í lifandi gróðurhús þótt þú borðir steinana og í raun þá eru steinarnir hollir. Þú ættir í raun að fara að safna þeim og nota til dæmis út á salat eða bara narta í þá á milli mála.

Steinarnir eru hlaðnir með prótíni, hollum fitusýrum og steinefnum á borð við magnesíum, járn og sink. Þeir innihalda ómega-6 og ómega-9 fitusýrur sem eru „góðu“ fitusýrurnar sem gera húðina mjúka, hárið sterkara og hafa góð áhrif á blóðþrýstinginn.

Magnesíumið í þeim gerir þá að tilvöldu nasli því það getur hjálpað til við að draga úr stressi og bæta einbeitinguna. Þeir eru líka hitaeiningasnauðir og trefjaríkir og því er hægt að borða mikið af þeim án þess að það eyðileggi líkamsvöxtinn!

Það er hægt að borða steinana hráa en það er líka hægt að skola þá, þurrka þá og setja svo í 175 gráðu heitan ofn í 8-10 mínútur. Síðan er smá ólífuolía og salt sett yfir og þú ert komin(n) með nasl sem bragðast eins og lúxusútgáfa af ristuðum sólblómafræjum.

Svo er hægt að setja steinana út á salat, út í jógúrt eða blanda saman við hnetur og dökkt súkkulaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára lifði af fall frá átjándu hæð

Þriggja ára lifði af fall frá átjándu hæð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nuddari braut kynferðislega gegn frægri leikkonu – „Þessi fyrirlitlega mannvera“

Nuddari braut kynferðislega gegn frægri leikkonu – „Þessi fyrirlitlega mannvera“