fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Ortega, markvörður Manchester City, er óvænt orðaður við nágrannana í Manchester United í ensku blöðunum.

Greint var frá því í gær að hinn 32 ára gamli Ortega mætti fara annað eftir að City sótti James Trafford frá Burnley til að veita Ederson samkeppni.

Ortega hefur staðið sig vel þegar hann hefur komið inn í lið City undanfarin tímabil og sér United hann greinilega sem möguleika fyrir markvarðastöðuna, sem hefur verið til vandræða.

Andre Onana hefur engan veginn verið nógu traustur á milli stanganna og United er því í markvarðaleit. Nick Pope og Gianluigi Donnarumma hafa til að mynda verið orðaðir við liðið undanfarna daga, en ekkert er komið vel á veg í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“
433Sport
Í gær

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu

Vill komast burt frá Manchester eftir nokkra mánuði hjá félaginu
433Sport
Í gær

Isak forðast Newcastle

Isak forðast Newcastle