Stefan Ortega, markvörður Manchester City, er óvænt orðaður við nágrannana í Manchester United í ensku blöðunum.
Greint var frá því í gær að hinn 32 ára gamli Ortega mætti fara annað eftir að City sótti James Trafford frá Burnley til að veita Ederson samkeppni.
Ortega hefur staðið sig vel þegar hann hefur komið inn í lið City undanfarin tímabil og sér United hann greinilega sem möguleika fyrir markvarðastöðuna, sem hefur verið til vandræða.
Andre Onana hefur engan veginn verið nógu traustur á milli stanganna og United er því í markvarðaleit. Nick Pope og Gianluigi Donnarumma hafa til að mynda verið orðaðir við liðið undanfarna daga, en ekkert er komið vel á veg í þeim efnum.