Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, mætti í viðtal við Chess After Dark og var hann aðeins spurður út í tíð sína hjá Hlíðarendafélaginu.
Jóhann var til að mynda við störf hjá Val þegar félagið lagði gervigras á aðalvöll sinn árið 2015, sem var erfið ákvörðun á þeim tíma.
„Það var rétt ákvörðun en það sem var erfiðast að gera var að leggja gervigras. Það var stríðsástand, eins og í Vesturbænum. Þetta er ekki ákvörðun sem þú tekur mjög auðveldlega þarna,“ sagði Jóhann og á þar við að KR lagði nýverið gervigras á aðalvöll sinn í Vesturbænum.
Aðstöðumál voru hins vegar þannig að það þurfti að taka þessa ákvörðun. „Þetta var ákveðið harakiri því það voru allir brjálaðir. En við þurftum bara æfingatíma,“ sagði Jóhann enn fremur um málið.