fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, mætti í viðtal við Chess After Dark og var hann aðeins spurður út í tíð sína hjá Hlíðarendafélaginu.

Jóhann var til að mynda við störf hjá Val þegar félagið lagði gervigras á aðalvöll sinn árið 2015, sem var erfið ákvörðun á þeim tíma.

„Það var rétt ákvörðun en það sem var erfiðast að gera var að leggja gervigras. Það var stríðsástand, eins og í Vesturbænum. Þetta er ekki ákvörðun sem þú tekur mjög auðveldlega þarna,“ sagði Jóhann og á þar við að KR lagði nýverið gervigras á aðalvöll sinn í Vesturbænum.

Aðstöðumál voru hins vegar þannig að það þurfti að taka þessa ákvörðun. „Þetta var ákveðið harakiri því það voru allir brjálaðir. En við þurftum bara æfingatíma,“ sagði Jóhann enn fremur um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld