Það verður ekkert vesen fyrir Liverpool að ná persónulegum samningum við sóknarmanninn Alexander Isak.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Isak er sterklega orðaður við Liverpool þessa stundina.
Eina vesenið er að fá Newcastle til að samþykkja tilboð í leikmanninn sem er verðmetinn á um 150 milljónir punda.
Samkvæmt Romano er Isak búinn að ná samkomulagi við Liverpool og bíður nú bara eftir að félögin nái saman.