fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Pressan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt mál hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Áhrifavaldurinn og Julian Brown birti myndband á Instagram þann 9. júlí og sagði fylgjendum sínum að hann væri í vandræðum. Síðan heyrðist ekkert meira frá unga manninum.

Julian, sem er 21 árs, sagði í myndbandinu:

„Hlustið öll. Ég get ekki farið út í smáatriði, en það eru mjög furðulegir hlutir í gangi.“

Hann bætti við að hann væri í hættu og bað fylgjendur sína að vista myndbandið.

Eftir þetta heyrðu fylgjendur ekki meira frá honum. Áhyggjufullir aðdáendur tilkynntu yfirvöldum að Julians væri saknað og skoruðu á yfirmann alríkislögreglunnar FBI að hefja rannsókn.

Áður en Julian birti myndbandið hafði hann tilkynnt að hann væri að vinna að því hættulegasta sem hann hefði nokkurn tímann tekið sér fyrir hendur, einhverju sem ætti eftir að breyta heiminum. Hann hefði mikið talað um svokallað plastneyti (e. plastoline), eldsneyti sem hann sagðist geta framleitt úr plasti. Honum hefði tekist að breyta rusli í nothæft eldsneyti sem ætti eftir að reynast heiminum mikilvægt fólk í baráttunni við loftlagsbreytingar og örplast.

Síðan fór að bera að taugaveiklun í færslum áhrifavaldsins. Hann sagði að valdamikil öfl væru að ofsækja hann og fjölskyldu hans. Hann bað fylgjendur að biðja fyrir sér oog sagði að þyrlur væru að elta hann á röndum. Hann sagðist taldi líf sitt vera í hættu. „Ég veit að ég á ekki langt eftir.“

Móðir Julian hefur tjáð sig við fjölmiðla. Hún segir að sonur hennar sé öruggur en hún sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar til að gæta að öryggi áhrifavaldsins.

Lögregla segist ekki vera að rannsaka hvarf áhrifavaldsins, enda sé hans ekki saknað samkvæmt þeirra kerfum.

Tilraunir Julians til að bjarga umhverfinu hafa vakið athygli en í maí var fjallað um hann í Forbes-tímaritinu. Eins hafði hann fengið nýsköpunarstyrki fyrir skapandi tilraunir til að berjast gegn loftlagstilraunum.

Fylgjendur unga uppfinningamannsins óttast að öfl sem kæra sig ekki um umhverfisvænt eldsneyti ætli sér að ráða Julian af dögum. Olíufyrirtæki, orkufyrirtæki og jafnvel endurvinnslufyrirtæki.

Þó að móðir hans segi hann öruggan hefur það vakið athygli hvernig hún orðaði yfirlýsingu sína. Fylgjendur spyrja hvort Julian sé í felum og ef svo – hvers vegna?

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Julian Brown (@naturejab_)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“