Alexander Rafn Pálmason er á leið til Nordsjælland í Danmörku og mun hann skrifa undir þar í næsta mánuði, eftir því sem fram kemur í danska miðlunum Bold.
Hinn 15 ára gamli Alexander er gríðarlegt efni og þegar kominn í aðallið KR. Það hefur verið nokkur áhugi á honum erlendis og sýndi FC Kaupmannahöfn einnig áhuga, en er leikmaðurinn á leið til Nordsjælland.
Alexander skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku, en leikmenn undir 18 ára mega ekki skrifa undir lengri samninga samkvæmt reglum.
Þá mun Alexander ekki formlega skipta yfir til Nordsælland fyrr en næsta vor, þegar hann verður 16 ára gamall.