fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Þetta er nú verðmiðinn á Sancho

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill gjarnan losna við Jadon Sancho í sumar og hefur verðmiðinn á honum lækkað töluvert.

Ruben Amorim er að taka til í leikmannahóp sínum og er Marcus Rashford farinn til Barcelona. Enn reynir félagið að losa Alejandro Garnacho, Antony, Tyrell Malacia og svo Sancho.

Sancho var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð og komst félagið hjá því að fara eftir kaupskyldu sinni að henni lokinni og greiddi í stað þess 5 milljóna punda sekt fyrir að taka enska kantmanninn ekki.

Nú segir Daily Mail að United muni samþykkja boð á milli 15 og 17 milljóna punda fyrir Sancho. Það er áhugi hjá fyrrum félagi hans Dortmund, sem og Juventus.

Sancho kom til United frá Dortmund árið 2021 á 73 milljónir punda. Miklar væntingar voru til hans gerðar en komst hann aldrei nálægt því að standast þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pope fer líklega á bekkinn hjá Newcastle

Pope fer líklega á bekkinn hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United
433Sport
Í gær

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Í gær

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið