Cristiano Ronaldo var skælbrosandi er hann sneri aftur til æfinga hjá Al Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo hefur undanfarnar vikur verið í sumarfríi en hann fær í fyrsta sinn að vinna með Jorge Jesus í vetur.
Jesus er nafn sem margir kannast við en hann er portúgalskur þjálfari og tók við Al Nassr fyrr á árinu.
Ronaldo er sagður vera mjög ánægður með komu Jesus en þeir föðmuðust vel og innilega eftir er þeir hittust.
Ronaldo er fertugur og þarf að eiga gott tímabil en hann stefnir á að spila með Portúgal á HM á næsta ári.
Myndband af þessu má sjá hér.
View this post on Instagram