fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Pressan

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 26. júlí 2025 18:00

Janelle Fletcher

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug kona að nafni Janelle Colville Fletcher er nú fyrir dómi í Ástralíu, sökuð um kynferðislega misnotkun gagnvart tveimur unglingsstúlkum. Meint brot áttu sér stað fyrir nokkrum árum. Janelle starfar sem tónlistarkennari og flautuleikari og hefur notið virðingar í starfi.

Janelle er sökuð um að hafa fengið tvær stúlkur undir 17 ára til að kyssast, sem hluta af leiknum „Truth or Dare“ (Sannleikurinn eða kontor). Hún er síðan sögð hafa átt í kynferðislegu sambandi við aðra stúlkuna. Meðal sönnunargagna í málinu er skilaboðaspjall og tölvupóstar þar sem Janelle brýnir fyrir stúlkunni að þær verði að halda sambandi þeirra leyndu þar til hún er orðin 17 ára.

Janelle er jafnframt sökuð um að hafa misbeitt yfirburðastöðu sinni sem kennari gagnvart þessum stúlkum.

Atvikið þar sem Janelle fékk stúlkurnar til að kyssast á að hafa átt sér stað þegar hún var sjálf rúmlega þrítug, eða fyrir um 8–9 árum. Hún er einnig sökuð um að hafa reynt að leyna hegðun sinni með því að segja stúlkunum að taka út nafn hennar af tengiliðalistum sínum. Í einum skilaboðanna skrifaði Janelle til stúlkunnar sem hún átti í ástarsambandi við:

„Núna getum við ekki verið opnar með þetta. Ég veit ekki hvort það er sanngjarnt gagnvart þér.“ Hún er einnig sögð hafa gefið stúlkunni afmælisgjafir, þar á meðal undirföt, og farið með hana í ljósmyndasjálfsala. Einnig kom fram við réttarhöldin að stúlkan sleit sambandinu eftir að það hafði staðið yfir í nokkra mánuði.

Fjallað er um málið meðal annars á Daily Mail. Sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára afmælið breyttist í martröð eftir að hún gleymdi að loka Facebook-viðburðinum fyrir ókunnuga

16 ára afmælið breyttist í martröð eftir að hún gleymdi að loka Facebook-viðburðinum fyrir ókunnuga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona Repúblikana sendir Trump alvarlega viðvörun – „Ef ekki þá mun grasrótin snúast gegn þér“

Þingkona Repúblikana sendir Trump alvarlega viðvörun – „Ef ekki þá mun grasrótin snúast gegn þér“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?

Barnastjörnur úr frægri kvikmynd sameinast 60 árum síðar – Hefur þú séð myndina ástsælu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið
Pressan
Fyrir 1 viku

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle