fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Pressan

Kennedy yngri finnst eiginkonan hafa tekið hann í bakaríið

Pressan
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 17:30

Robert F. Kennedy yngri og Cheryl Hines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert F. Kennedy yngri finnst eiginkona hans, leikkonan Cheryl Hines, hafa blekkt hann. Nýlega keypti Kennedy hús í Washington til að þóknast eiginkonunni, sem hefur nú tilkynnt að hún hyggist ekki yfirgefa Hollywood og hafi ekki áhuga á að „verða pólitísk eiginkona í fullu starfi“.

„Bobby hélt að húsið í Georgetown myndi laga hjónaband þeirra,“ sagði heimildarmaður um 4,34 milljóna dala húsið frá 19. öld sem Kennedy, keypti að sögn að beiðni Hines, í apríl síðastliðnum.

Heimildarmaðurinn sagði húsið hluta af þeirri ímynd sem Kennedy vill viðhalda um hjónaband sitt og að hjónin gætu orðið nýjasta valdapar Washington.

Í september síðastliðnum var Kennedy sakaður um að hafa átt í „sexting“-sambandi við Oliviu Nuzzi, 32 ára blaðamann New York Times, sem hafði fjallað um hann fyrir tímaritið. Mun Hines hafa verið í áfalli vegna þessa og íhugað að sækja um skilnað. Kennedy neitaði því að samskipti hans og Nuzzi hefðu verið af kynferðislegum toga.

Þegar Kennedy tók við stöðu heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna í stjórn Trumps setti Hines honum úrslitakosti, að flytja hana strax til Washington svo hún gæti haldið honum á mottunni, hvað samskipti við aðrar konur varðar.

„Bobby sór Cheryl eið að hann myndi vera henni trúr og endurheimti traust Cheryl.“

Kennedy er 71 árs og Hines 59 ára, þau hafa verið gift frá árinu 2014 og er þetta þriðja hjónaband Kennedy. Þótt Hines sé nú sögð treysta karli sínum, þá sagði hún vini sínum nýlega að henni þætti Washington óspennandi bær auk þess sem hún er ekki á því að eiginmaðurinn eigi að vera hluti af repúblikanastjórn Trumps,.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kastaði 7 ára syni sínum fram af kletti til að kenna honum mikilvæga lífsreglu

Kastaði 7 ára syni sínum fram af kletti til að kenna honum mikilvæga lífsreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Ótrúleg atburðarás þegar öldruð kona ók á vegrið – „Ég er ekki illmenni“

Sakamál: Ótrúleg atburðarás þegar öldruð kona ók á vegrið – „Ég er ekki illmenni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump stærir sig af því að ætla að laga Coca Cola

Trump stærir sig af því að ætla að laga Coca Cola
Pressan
Fyrir 5 dögum

Splundraði hjónabandinu – Leyndi 12 milljón króna fatakaupum um 2 ára skeið

Splundraði hjónabandinu – Leyndi 12 milljón króna fatakaupum um 2 ára skeið