Xavi Simons er í dag orðaður við Chelsea en hann vill yfirgefa lið RB Leipzig í Þýskalandi.
Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem fjalla um málið en um er að ræða mjög öflugan miðjumann.
Simons hefur staðið sig vel í Þýskalandi en hann var keyptur til Leipzig frá PSG í janúar á þessu ári.
Þessi 22 ára gamli leikmaður átti mjög gott tímabil en vill taka stærra skref fyrir HM 2026 í Bandaríkjunum.
Chelsea er talið hafa sett sig í samband við umboðsmann Simons og eru viðræður líklega að hefjast.