Barcelona reyndi mjög óvænt að fá leikmann frá Real Madrid í sumar en frá þessu greinir miðillinn UOL.
Það er ekki algengt að leikmenn færi sig á milli þessara liða en rígurinn þar á milli er gríðarlegur.
Rodrygo, leikmaður Real, var víst á óskalista Barcelona áður en félagið náði samkomulagi við Marcus Rashford hjá Manchester United.
Rodrygo er sterklega orðaður við brottför frá Real en hann er ekki fyrsti maður á blað í sókn félagsins.
Samkvæmt UOL setti Barcelona sig í samband við umboðsmenn Rodrygo og greindu frá áhuga en engar viðræður áttu sér stað.
Rodrygo yrði svo sannarlega hataður í höfuðborginni ef hann hefði tekið skrefið til Barcelona en hann gæti enn endað á Englandi.