Tuttugu og einu barni hefur verið bjargað frá hjónum í Kaliforníu sem eru sögð hafa afhent frjóvgaða fósturvísa sína til margra staðgöngumæðra og síðan geymt börnin í villu sinni, þar sem börnin voru beitt ítrekuðu ofbeldi.
Guojun Xuan, 65 ára, og Silvia Zhang, 38 ára, fundust nýlega með 15 börnum á heimili sínu í Arcadia. Sex önnur börn þeirra höfðu áður verið flutt á önnur heimili.
Hjónin eiga fyrirtæki sem rekur staðgöngumæðrun, en lögreglan segir þau hafa misnotað staðgöngumæðrunarkerfið.
Sautján barnanna eru ungbörn, undir þriggja ára aldri. Elsta barnið er 13 ára. Öll börnin eru komin undir forsjá barnaverndaryfirvalda.
Hjónin hafa verið ákærð fyrir alvarleg brot á barnavernd og vanrækslu. Ekki er enn ljóst hvort frekari ákærur verði lagðar fram gegn þeim fyrir blekkingar þeirra við staðgöngumæðrunina.
Lögreglan fann börnin eftir að hafa rannsakað tilkynningu um tveggja mánaða gamalt barn sem var flutt á sjúkrahús með heilaskaða.
Lögreglan telur að Chunmei Li, 56 ára gömul barnfóstra hjónanna, hafi beitt barnið ofbeldi. Lögreglan skoðaði eftirlitsmyndband innan úr húsinu og þar má sjá Li hrista ungbarnið og slá það. Myndbandið sýndi einnig aðrar barnfóstrur beita öll börnin ofbeldi, að sögn lögreglu.
„Aga, bæði munnlegum og líkamlegum, var beitt af svo mikilli hörku að líkur eru miklar á að barnaníð hafi átt sér stað inni á heimilinu,“ sagði lögregluforinginn Kollin Cieadlo. Lögreglan leitar enn að barnfóstrunum sem um ræðir.
Yfirvöld telja að öll börnin séu líffræðileg afkvæmi hjónanna og að flest séu þau fædd af staðgöngumæðrum sem hjónin réðu í gegnum fyrirtæki sitt. Staðgöngumæðurnar, sem ráðnar voru víðsvegar að af landinu, vissu ekki að þær bæru fósturvísa hjónanna og að margar aðrar staðgöngumæður væru til staðar, samkvæmt lögreglu.
„Mörg barnanna fæddust með staðgöngumæðrun og síðan tóku hjónin löglega forsjá yfir þessum börnum,“ sagði Cieadlo.
Ein af staðgöngumæðrunum sagði að hún hefði ekki haft hugmynd um að hjónin væru að halda börnunum sjálf. „Þetta er hræðilegt, þetta er óþægilegt, þetta er tilfinningalega skaðlegt,“ sagði staðgöngumóðirin Kayla Elliot.
Elliot hefur hleypt af stokkunum fjáröflunarsíðu til að standa straum af lögfræðikostnaði á meðan hún berst fyrir því að fá stúlkuna sem hún gekk með fyrir hjónin komið fyrir á varanlegu heimili eftir að hún uppgötvaði að barnið endaði í fóstri.
„Þessar stofnanir, við eigum að treysta þeim og fylgja leiðbeiningum þeirra og að komast að því að allt þetta var svik og hjónin áttu stofuna sjálf, það var alls ekki gefið upp fyrirfram,“ segir Elliot.
Tveir nágrannar sögðu að 4 milljóna dala, 1000 fermetra hús hjónanna hefði svipaða hönnun og hótel. „Það er eins konar hótel með stóru, risastóru anddyri og öll herbergin eru eins og svítur,“ sagði nágranninn Hobart Young. „Og eins og kringlótt, það sem ég get aðeins lýst sem hótelborði, og herramaður situr á bak við það eins og starfsmaður,“ sagði Art Romero, annar nágranni Zhang og Xuan.
Að eignast svona mörg börn í gegnum staðgöngumæðrun er ekki ólöglegt að sögn framkvæmdastjóra samtakanna Center of Bioethics and Culture, en það gæti auðveldlega verið talið grunsamlegt.
„Þetta lyktar eins og mansal, mansal barna,“ sagði Kallie Fell, forstöðumaður, við fjölmiðla. „Hver er tilgangurinn með því að eignast svona mörg börn með tæknifrjóvgun?“
Zhang neitaði ásökunum um að hún og eiginmaður hennar hefðu rekið smygl á börnum og kallaði ásakanirnar „villandi og rangar“. Fyrirtæki þeirra, Mark Surrogacy, er ekki lengur starfandi.
Kalifornía er eitt af 15 ríkjum sem leyfir konum að fá greitt fyrir staðgöngumæðrun án skilyrða. Louisiana er eina ríkið sem bannar algjörlega alla greidda staðgöngumæðrun.