Noni Madueke fer ekki með Arsenal í æfingaferð til Asíu en leikmannahópur félagsins hefur verið tilkynntur.
Arsenal mun spila leik við AC Milan í Singapore og þar verða nýir menn til taks eða Kepa, Martin Zubimendi og Christian Norgaard.
Arsenal tók ákvörðun um að velja Madueke ekki í hópinn en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir helgi.
Madueke spilaði með Chelsea á HM félagsliða í sumar og fær lengra sumarfrí en aðrir vegna þess.
Ungir leikmenn Arsenal munu fá að spreyta sig í verkefninu en nefna má Max Dowman sem er líklega efnilegasti leikmaður liðsins.