fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Skilur ekkert hvað Arsenal er að gera – ,,Væri síðastur á mínum lista“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. júlí 2025 08:00

Paul Merson/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, skilur ekki upp né niður eftir að félagið staðfesti komu vængmannsins Noni Madueke.

Madueke kemur til Arsenal frá Chelsea en hann er hægri kantmaður líkt og einni mikilvægasti leikmaður liðsins, Bukayo Saka.

Arsenal borgar 52 milljónir punda fyrir Madueke sem er mjög há upphæð ef leikmaðurinn á að sitja á bekknum og koma inná sem varamaður.

,,Ég er undrandi á þessum kaupum Arsenal, að fá til sín Noni Madueke. Ég er í sjokki,“ sagði Merson.

,,Ef Arsenal myndi vilja fá einn leikmann frá Chelsea þá væri hann síðastur á mínum lista, síðasti sem þeir myndu kaupa. Ég bara sé þetta ekki.“

,,Hann á sína góðu leiki hér og þar en það er allt saman. Hann er ekki með stöðugleika og ég vona innilega að hann troði sokk upp í mig.“

,,Hvað þýðir þetta fyrir Arsenal og Bukayo Saka? Hann er ekki að fara missa sæti sitt í byrjunarliðinu, að kaupa varamann á 52 milljónir punda er gríðarlega há upphæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda

Til sölu á útsöluverði stuttu eftir að hafa komið til félagsins – Kostaði 48 milljónir punda
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða þrjár milljónir í einn besta markvörð úrvalsdeildarinnar

Bjóða þrjár milljónir í einn besta markvörð úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
433Sport
Í gær

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Í gær

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni

Snoop Dogg á leið í áhugavert verkefni
433Sport
Í gær

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn

Óttast að hann sé með of marga miðjumenn