fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Langaði ekkert meira en að kýla dómarann í andlitið – ,,Ekki séð annað eins í mínu lífi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. júlí 2025 09:00

Michail Antonio fagnar marki sínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michail Antonio, fyrrum leikmaður West Ham, viðurkennir að hann hafi eitt sinn verið nálægt því að kýla dómara í andlitið en það var vegna leiks sem var spilaður í apríl 2024.

Það var portúgalskur dómari sem sá um að dæma leik West Ham og Bayer Leverkusen í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en hans frammistaða ku hafa verið ansi slæm í viðureigninni.

Artur Soares Dias er nafnið á þessum ágæta dómara en Antonio segist aldrei hafa upplifað annað eins á löngum knattspyrnuferli.

Dias tók margar skrítnar ákvarðanir í 2-0 tapi gegn Leverkusen og er það eitthvað sem Antonio mun muna eftir alla sína ævi.

,,Versta ákvörðun sem ég hef orðið vitni að? Átta liða úrslitin í Evrópudeildini, við spiluðum við Bayer Leverkusen og töpuðum,“ sagði Antonio.

,,Ég hef ekki séð annað eins í mínu lífi, ég fékk ekkert dæmt mér í hag. Ég hefði getað kýlt dómara leiksins í andlitið.“

,,Ef ég myndi ekki fá lífstíðarbann fyrir það að kýla hann þá hefði leikurinn endað í slagsmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Í gær

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“

Margt sem bendir til þess að landsliðið sé á réttri leið – „Það er oft þannig með lið sem eru að verða góð“
433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?