Federico Bernardeschi er búinn að samþykkja það að snúa aftur til Ítalíu eftir þrjú ár í MLS deildinni.
Bernardeschi er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi með Juventus sem og ítalska landsliðinu.
Hann er enn aðeins 31 árs gamall og hefur skrifað undir samning við Bologna í efstu deild á Ítalíu.
Bernardeschi stóð sig vel með FC Toronto sem er staðsett í Kanada og skoraði 26 mörk í 99 leikjum.
Hann spilaði nokkuð stórt hlutverk með Juventus í mörg ár og lék 183 leiki á fimm árum ásamt því að skora 12 mörk.