Arsenal er sagt hafa óvart tilkynnt komu varnarmanns á sama tíma og félagið bauð Noni Madueke velkominn frá Chelsea.
Þetta kemur fram á Now.Arsenal á Twitter en sá aðgangur sérhæfir sig í fréttum sem tengjast enska stórliðinu.
Samkvæmt aðgangnum þá var mynd af Christhian Mosquera óvænt birt ásamt myndum af Madueke en hún var fljótlega fjarlægð.
Mosquera ku vera á leið til Arsenal en hann kostar 18 milljónir punda og kemur frá Valencia.
Myndina má sjá hér.
🚨OFFICIAL: Christhian Mosquera joins Arsenal from Valencia in a deal worth £18million.
Arsenal accidentally uploaded one of the Spaniard’s media photos amongst the Noni Madueke ones. pic.twitter.com/DSzx7Yrlfv
— now.arsenal (@now_arsenaI) July 18, 2025