Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og Liverpool, hefur játað það að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.
Ince hefur verið sviptur ökuleyfi sínu en hannn var handtekinn þann 28. júní nálægt golfvelli í Heswall.
Ince þarf að borga sjö þúsund pund í sekt og fær ekki að sitja undir stýri næstu 12 mánuðina.
Hann var handtekinn af lögreglunni er hann var undir áhrifum og hefur nú játað brot sitt fyrir framan dómara.
Athygli vekur að Ince gaf eiginhandaráritanir á staðnum en margir voru mættir fyrir utan til að sjá þennan fyrrum knattspyrnumann.
Ince hefur starfað í sjónvarpi og reynt fyrir sér sem þjálfari en hann lék 53 landsleiki fyrir England.